Leikmaður Cleveland Cavaliers, Kevin Love, verður ekki með í 3. leik liðsins í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar gegn Golden State Warriors nú í nótt. Love fékk höfuðhögg í öðrum leik liðanna og var metinn með heilahristing. Varúðaráðstafanir varðandi slík meiðsl hafa verið stórlega hertar síðastliðin ár og sökum þessarar niðurstöðu hreinlega kröfðust forráðamenn Cleveland að Love klæddist borgaralegum klæðum í leik kvöldsisns. Að vonum var kappinn ósáttur með að fá ekki að berjast fyrir sína menn, en það var tvísýnt með það hvort hann fengi að vera með síðustu daga. Love hefur hingað til átt fína úrslitakeppni. Með 17 stig, 9 fráköst og 2 stoðsendingar að meðaltali í leik. 

 

Merkilegt verður að sjá hvaða svör Cleveland verða með gegn ríkjandi meisturum Golden State Warriors. Hingað til hafa þau ekki verið mörg. Staðan er 2-0. Þeir eru hinsvegar taplausir á heimavelli þetta árið í úrslitakeppninni, ef það þá skiptir einhverju máli. Leikurinn hefst klukkan 1:00 í nótt og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.