Eins og margir kannski vita þá setti tónlistarmaðurinn Lil B bölvun á Kevin Durant fyrir nokkrum árum eftir að sá síðarnefndi lét frá sér tíst þess efnis að tónlistarmaðurinn væri ekki upp á marga fiska. Reglulega kemur þessi bölvun til tals þar sem að Kevin Durant hefur ekki beint riðið feitum hesti síðan. Ekki neitt (kannski fyrir utan úrslitakeppni þessa árs) gengið upp hjá kappanum síðustu ár. Allt frá langvinnum fótbrotum yfir í misheppnaðar tilraunir til þess að ná í þann stóra hafa litað þennan tíma bölvunarinnar.

 

 

James Harden bölvun Lil B var sett á hann í fyrra og er svipuð. Hana setti hann á hann eftir að honum fannst hann vera stela af sér fagnaðarhreyfingu þegar að hann hrærir í pottinum. Samkvæmt B á ekkert eftir að ganga hjá honum fyrr en bölvunin er tekin af. Bölvun Harden fer að vísu aðeins lengra, því tónlistarmaðurinn eignaði sér einnig met sem að Harden setti í vetur v/flesta tapaða bolta.

 

 

 

Nú eftir að báðir aðilar, enn og aftur, voru komnir í frí án þess að ná sér í hring ákvað tónlistarmaðurinn að tjá sig aðeins um hvað það er sem að körfuknattleiksmennirnir þurfi að gera til þess að bölvanirnar verði teknar af og þeir spili á ný sem frjálsir menn. 

 

 

Lil B um bölvunina á ESPN:

 

 

Hérna er meira um bölvanir í íþróttum