Þeir Geir Elías Úlfur Helgason og Maciej Klimaszewski hafa báðir ákveðið að söðla um og ganga til liðs við Snæfell frá FSU. Þetta eru ungir og efnilegir leikmenn sem fengu báðir nokkur tækifæri með liði FSU í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Geir, sem er uppalinn hjá Hrunamönnum, spilaði um 10 mínútur í leik að meðaltali á meðan að Maciej, sem er uppalinn á Hvolsvelli, lék að meðaltali um 8 mínútur í leik. Báðir sömdu þeir við liðið til eins árs.

 

Hérna er meira um Maciej

Hérna er meira um Geir