Hefð er fyrir því að velja fimm manna stjörnulið í hverjum flokk fyrir sig á Norðurlandamótunum og í ár átti Ísland fimm fulltrúa, einn í U16 ára liði stúlkna, tvo í U16 ára liði drengja, einn í U18 liði stúlkna og einn í U18 ára liði drengja.

Eftirtaldir leikmenn voru valdir í stjörnuliðin á mótinu í ár:

– Birna Valgerður Benónýsdóttir í U16 ára stúlkna
– Sigvaldi Eggertsson í U16 ára drengja
– Arnór Sveinsson í U16 ára drengja
– Sylvía Rún Hálfdánardóttir í U18 ára stúlkna
– Þórir Guðmundur Þorbjarnarson í U18 ára drengja