Frá 26.-30. júní næstkomandi fer fram Norðulandamót yngri landsliða í Finnlandi. Síðastliðinn fimmtudag atti 18 ára liði stúlkna kappi við eins konar pressulið Sverris Þórs í íþróttahúsi Keflavíkur og höfðu þær nokkuð öruggan sigur eftir jafnan fysta leikhluta. Karfan.is tók hús á liðinu og spjallaði við þjálfara þess, Inga Þór Steinþórsson, sem og tvo leikmenn liðsins, þær Elínu Sóleyju Hrafnkelsdóttur og Thelmu Dís Ágústsdóttur.

 

U18 ára landslið stúlkna skipa:

Björk Gunnarsdóttir · Njarðvík
Bríet Lilja Sigurðardóttir · Þór Akureyri
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur 
Dýrfinna Arnardóttir · Haukar
Elfa Falsdóttir · Keflavík
Elín Sóley Hrafnkelsdóttir · Breiðablik
Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík
Katla Rún Garðarsdóttir · Keflavík
Linda Þórdís B. Róbertsdóttir · Tindastóll / Spánn
Sylvía Rún Hálfdanardóttir · Haukar
Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík
Þóranna Kika Hodge-Carr · Keflavík

Þjálfari: Ingi Þór Steinþórsson
Aðstoðarþjálfari: Bylgja Sverrisdóttir

 

Leikir liðsins:

26. júní – Ísland v Danmörk kl. 20:15

27. júní – Ísland v Noregur kl. 15:45

28. júní – Ísland v Svíþjóð kl. 20:30

29. júní – Ísland v Eistland kl. 16:00

30. júní – Ísland v Finnland kl. 16:00

 

 

Hér verður hægt að fylgjast með tölfræði á meðan leikjum stendur.

 

Nokkrar myndir af æfingu liðsins úr íþróttahúsinu í Keflavík

Ingi Þór Steinþórsson:

 

Elín Sóley Hrafnkelsdóttir & Thelma Dís Ágústsdóttir: