Já sú spænska hefur uppá allt að bjóða og hefur sýnt á sér sínar bestu hliðar. Þá erum við að tala um úrslitakeppnina þarlendis en ef eitthvað hefði verið hægt að biðja um meira þá hugsanlega hefðum við viljað fá Valencia lengra í keppninni.  

 

En í fyrsta leik Real Madrid og Barcelona sem fram fór í kvöld á heimavelli þeirra síðar nefndu þá var dramatíkin allt fram á síðustu sekúndu leiksins.  Þessi íþrótt náttúrulega ætlar ekki að hætta að glenna sig.