Golden State Warriors hafa komið sér í nokkuð þægilega stöðu í baráttunni um NBA titilinn í ár en í gærkvöldi sigruðu þeir Cleveland Cavaliers 108:97 í fjórða leik liðanna og þeir leiða nú einvígið 3:1 og næsti leikur á heimavelli Golden State þar sem þeir geta klárað dæmið. 

 

Stephen Curry besti leikmaður heims var mættur í með leik sinn þetta kvöldið og endaði leik með 38 stig og 6 stoðsendingar og næstur honum var "bróðir" hans Klay Thompson með 25 stig.  

 

Að þessu sinni var það varnarleikur Warriors ofaní afar einhæfan og vandræðalegan sóknarleik CAVS sem urðu Cleveland að falli. Annan leikinn í röð var Kyrie Irving með 34 stig en þrátt fyrir 25 stig frá Lebron James þá var hittni hans slök og leikur hans óþekkjanlegur þar sem hann var hvað eftir annað að keyra að körfunni og neyddist til að losa sig við boltann eða taka slök skot. 

 

Á mánudagskvöld/nótt geta Golden State svo klárað einvígið á heimavelli eins og áður sagði og fullkomnað frábært tímabil.