Miðherji Golden State Warriors, Andrew Bogut, verður ekki meira með á þessu tímabili sökum meiðsla á vinstra hnéi sem hann varð fyrir í 5. leik liðsins í úrslitaeinvíginu gegn  Cleveland Cavaliers. Samkvæmt heimildum mun hann ekki vera alvarlega meiddur, en sökum hversu stutt er eftir af tímabilinu (í það mesta tveir leikir) er útséð með það að hann taki engan frekari þátt. Verður víst í 6-8 vikur að jafna sig að fullu