Framherji Cleveland Cavaliers, Kevin Love, hefur fengið grænt ljós á að spila í 4. leik úrslitaeinvígis liðsins gegn ríkjandi meisturum Golden State Warriors, en hann þurfti að sitja þann síðasta sökum heilahristings sem hann varð fyrir í 2. leik liðanna. Staðan fyrir leikinn í nótt er 2-1 Warriors í vil. 

 

 

Eitthvað hefur verið spáð í því hvort að fjarvera Love hafi hreinlega haft góð áhrif á lið hans, þar sem að í fyrstu tveimur leikjunum (með Love) virtust þeir heillum horfnir á meðan að taflið snérist algjörlega við í 3. leiknum. Íþróttafréttastöðin ESPN var t.a.m. með þessa skemmtilegu könnun á Twitter aðgang sínum þar sem mat áhorfenda til málsins er lagt í atkvæði. Samkvæmt niðurstöðunni mun fleiri sem fannst Cleveland liðið einfaldlega betra án hans í byrjunarliðinu.