Golden State Warriors minnkuðu í nótt muninn í 3-2 gegn Oklahoma í úrslitum vesturstrandar NBA deildarinnar. Lokatölur 120-111 Warriors í vil sem þurfa tvo sigra í röð til viðbótar til að komast upp úr seríunni en Oklahoma dugir einn sigur til viðbótar til að senda Curry og félaga í sumarfrí.

Stephen Curry var stigahæstur í liði Golden State með 31 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar og Klay Thompson bætti við 27 stigum og 5 fráköstum. Hjá Oklahoma var Durant sterkur með 40 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar og Russell Westbrook bætti við 31 stigi, 7 fráköstum og 8 stoðsendingum. 

 

Svipmyndir úr leik næturinnar