Glöggir fylgjendur NBA deildarinnar ráku upp stór augu í gær þegar að þeir sáu það að hún hafði sett saman viðburð í dagatali sínu á Facebook (nú fjarlægðan) sem bar þá yfirskrift að það væru Golden State Warriors sem myndu halda til úrslita gegn Cleveland Cavaliers komandi fimmtudag, en ekki Oklahoma City Thunder. Nú má vel vera að svo verði raunin. Málið er hinsvegar að engin leið er fyrir forráðamenn (þá sem bjuggu til viðburðinn) deildarinnar að vita það fyrirfram hvort svo verður eða ekki í ljósi þess að undanúrslitaviðureign Thunder og Warriors endar í nótt með oddaleik.

 

 

 

Nú skal það tekið fram að á fæstum stöðum þykja gestirnir frá OKC sigurstranglegri í viðureign kvöldsins. Líkur veðbanka á sigri þeirra eru einhverstaðar á reikinu 25-33%. Því verður það að teljast líklegt að sigri Warriors þennan leik, sé þar með bætt við enn einni samsæriskenningunni í óstaðfesta sögu NBA deildarinnar (fær líklegast að sitja einhverstaðar á milli dómara og lottókúlu sögusagna)

 

Hér eru nokkrir:

 

Leikurinn hefst klukkan 1:00 í nótt og er í beinni útsendingu hjá Stöð2 Sport.