Körfuknattleiksdeild Snæfells gekk í gær frá samkomulagi við Rúnar Þór Ragnarsson um að leika fyrir félagið á næstkomandi leiktíð í Domino's deildinni. Rúnar Þór er 23 ára og hefur undanfarið leikið með Grundfirðingum í 3. deildinni við góðan orðstýr.

 

Þar að auki framlengdi Snæfell samkomulag sitt við Jón Pál Gunnarsson. Í frétt Snæfells segir að Jón Páll hafi leikið sínar fyrstu mínútur í efstu deild með Snæfelli á nýliðinni leiktíð, en hann er aðeins 18 ára og því nýskriðinn upp úr drengjaflokki. Snæfellingar segja hér um að ræða metnaðarfullan ungan mann sem gaman verði að fylgjast með næsta vetur.

 

 

Myndir: Snæfell.is