Róbert Sigurðsson og Egill Egilsson framlengdu nýverið samningi sínum við Fjölni til eins árs en báðir eru lykilmenn í Grafarvogsliðinu sem missti með naumindum af sæti í Domino´s-deild karla á næstu leiktíð. 

Róbert var með 13,6 stig, 3,9 fráköst og 5,6 stoðsendingar að meðaltali í leik í 1. deildinni í vetur en Egill var með 10,4 stig, 5,7 fráköst og 1,3 stoðsendingar.