Nýjasti liðsmaður Þórs í Þorlákshöfn segir að löngun í eitthvað nýtt hafi verið helsta ástæða þess að hann segi nú skilið við uppeldisfélagið Njarðvík og leikur sem Þórsari í Þorlákshöfn á næsta tímabili. Karfan.is ræddi við Maciej um vistaskiptin.

„Aðal málið er það mig langaði að prófa eitthvað nýtt, prófa að fara í nýtt umhverfi og takast á við nýjar og kannski aðeins öðruvísi áskoranir. Hef alla mína tíð spilað með Njarðvík og langaði einfaldlega að breyta til. Þór varð fyrir valinu vegna þess að þar ertu með tilbúið lið sem þarf ekki að byggja upp heldur kannski að bæta aðeins við til koma því á hærri stall. Það er spennandi að takast á við það hlutverk,“ sagði Maciej en voru önnur lið inni í myndinni?

 

„Já það voru nokkur lið í viðbót sem töluðum við mig og eftir vel vandaðan feril ákvað ég og mínir nánustu að Þór væri það besta í stöðunni.“