Þór Akureyri hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi veturinn en í dag ákvað Ingvi Rafn Ingvarsson að ganga til liðs Þór. 
Ingvi kemur frá Sauðárkróki og hefur verið mikilvægur leikmaður Tindastóls undanfarin ár. Í vetur skoraði hann rúm 2 stig í leik á rúmum 11. mínútum en í fyrra vetur var hann með 7,5 stig og byrjunarliðsmaður þegar Stólarnir fóru alla leið í úrslit. Ingvi er 22 ára og er bakvörður.

"Ingvi er flottur liðsmaður sem hugsar um liðið fyrst og fremst. Hann á eftir að hjálpa okkur á marga vegu og á bara eftir að verða enn betri. Hann er ungur ennþá og er tilbúinn að leggja á sig. Þrátt fyrir ungan aldur þá kemur hann með mikilvæga reynslu úr úrvalsdeildinni sem á eftir að nýtast liðinu vel", sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari meistaraflokks karla um nýja lærisvein sinn.