Finnur Magnússon og Helena Sverrisdóttir halda uppá stóran dag þennan daginn því í dag koma þau til með að flytja inn í íbúð sem þau höfðu fjárfest í ekki svo alls fyrir löngu. Enn fremur og öllu stærri fréttir eru þær að fjölskylda þeirra stækkar.  Lítill hnoðri er á leiðinni og parið yfir sig sátt og spennt að taka þátt í nýju hlutverki. 

 

Facebook síða Finns logar eins og sjá má hér að neðan og vinir og vandamenn senda þeim hjónum hamingjuóskir með daginn og þessar frábæru fréttir. 

 

Ekki er vitað af hvaða tegund ferfætlingurinn er sem þau hjónin völdu en vissulega á hvutti eftir að lífga uppá hversdags lífið hjá þessari stækkandi fjölskyldu.  Karfan.is óskar parinu innilega til hamingu með daginn!