Logi Gunnarsson sem handarbrotnaði fyrir rúmum 3 vikum kemur til með að vera í leikmannahópi Njarðvíkinga í kvöld. "Ég er náttúrulega búin að vera að hlaupa eins og ég get alveg frá því ég fékk grænt ljós á það. Svo hef ég lauslega verið að prófa hendina með ágætum árangri.  Ég verð í búning í kvöld og við sjáum hvernig ég verð eftir upphitun." sagði Logi Gunnarsson leikmaður Njarðvíkinga í samtali við Karfan.is

 

Logi handarbrotnaði í leik gegn Þór Þorlákshöfn þegar hann og Ragnar "Kaktus" Nathanelson lentu saman í teignum.  Sá leikur var þann 4. mars og því eins og fyrr segir ekki nema rétt rúmar þrjár vikur síðan.  Leikurinn í kvöld hefst á slaginu 19:15 í Ljónagryfjunni.