Karfan.is hefur valið Chelsie Schweers Lykilmann 16. umferðar Domino's deildar kvenna. Chelsie skoraði 36 stig og tók 10 fráköst í sigri Hauka á Grindavík. Hún skaut einnig 5/9 í þriggja stiga skotum og stal 2 boltum.