Hlynur Bæringsson má mæta á parketið aftur með Sundsvall Dragons frá og með deginum í dag en síðastliðinn föstudag tóku hann og aðrir erlendir leikmenn Sundsvall út leikbann vegna vangoldinna dómaralauna félagsins. Sundsvall mátti þann daginn horfa upp á alsænska Dreka liggja gegn botnliði ecoÖrebro.

 
Karfan.is ræddi við starfsmann sænska körfuknattleikssambandsins í dag þar sem starfsmaðurinn tjáði okkur að ekkert stæði lengur úti hjá Sundsvall og Hlynur og aðrir erlendir leikmenn liðsins mættu því fara að reima á sig skóna og leika með liðinu að nýju.

Næsti leikur Sundsvall í sænsku deildinni er þann 5. febrúar gegn Umea BSKT sem á föstudag féll í botnsætið eftir sigur ecoÖrebro í Drekabælinu.