Monica Wright mun koma til með að lenda á landinu á þriðjudag nk. og er þá og þegar komin með leikheimild með Keflavík en þetta staðfesti stjórn Keflavíkur við Karfan.is nú rétt áðan.  Monica eins og hefur verið fjallað um áður á Karfan.is er margverðlaunaður WNBA leikmaður sem er á mála hjá liði Seattle Storm. Koma hennar er liður í endurhæfingu hennar þar sem að hún er að koma tilbaka úr erfiðum hné meiðslum og þarf að komast í leikform.  Jenny Boucek sem lék með Keflavík hér forðum daga er þjálfari liðs Seattle Storm og er koma Monica í gegnum tengsl Boucek við Keflavík. 

 

Ekki er vitað hversu mikið Monica mun koma til með að spila með Keflavík eða hversu mikið hún má spila með liðinu þar sem hún er undir ströngu eftirliti læknateymis Seattle Storm.  En nokkuð ljóst þykir að koma hennar til landsins er ekki bara hvalreki fyrir Keflavík heldur fyrir körfuknattleiksáhugamenn og verður fróðlegt að fylgjast með spilamennsku hennar.