Það er ekkert lát á veislunni í NBA og þó boðið hafi verið upp á 10 leiki í nótt þá beindust flestra augu væntanlega að slag Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors. Ekki varð úr að um spennuleik yrði að ræða því Golden State mættu í Quicken Loans Arena og kjöldrógu heimamenn í Cleveland 98-132.

Stephen Curry vatt sér í 7-12 í þristum og lauk leik með 35 stig á 28 mínútum, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar hjá Golden State en LeBron James var með 16 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar hjá Cleveland. 

 

Warriors gerðu 70 stig í fyrri hálfleik og léku á als oddi enda fór titill þeirra þarna á loft á síðustu leiktíð svo þeir gætu allt eins verið á heimavelli, léku amk þannig í nótt. LeBron James sagði eftir leik að Cavs væru 0-3 gegn toppliðunum í vestrinu (Warriors og Spurs) á þessari leiktíð og sagði það dæmi um hve stórt og mikið verkefni væri fyrir höndum hjá Cavs.

Spurning hvort eftir nóttina þurfi ekki að fara að breyta, King Curry stuðlar og hljómar betur en King James. Einhverjir mótfallnir þessu?

 

Öll úrslit næturinnar: 

FINAL

 

PHI

113

NYK

119

1 2 3 4 T
29 18 16 33 113
 
 
 
 
 
 
 
29 23 24 20 119
 

HIGHLIGHTS

       

 

FINAL

 

UTA

119

CHA

124

1 2 3 4