Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka var eins og gefur að skilja grautfúll með þrjátíu stiga tap sinna manna gegn KR í kvöld. Hann tók þó jákvæða punkta úr leiknum og hrósaði karakter síns liðs í hástert.

 

„Byrjuðum svo illa og vorum ekki tilbúnir í þau slagsmál sem byrjuðu frá fyrstu sekúndu“ sagði Ívar meðal annars. „Erum kannski fljótir að brotna en við sýndum samt karakter og þurfum að vinna úr því.“

 

Janúar er annað árið í röð að leika Hauka grátt og á Ívar það sameiginlegt með flestum íslendingum að hlakka til þess að þeim mánuði ljúki. “Sjáum fram á bjarta tíma framundan í febrúar„ sagði Ívar að lokum

Viðtöl / Ólafur Þór Jónsson – @Olithorj

Myndir / Nonni@Karfan.is