Kristófer Acox og félagar í Furman háskólanum náðu í vel þeginn útisigur í bandaríska háskólaboltanum í nótt. Það hefur ekki verið mikið um útisigra hjá Furman þessa vertíðina svo 56-68 sigurinn gegn VMI skólanum kom sér vel í nótt. Þetta var annar sigurleikurinn í röð hjá Furman.

Kristófer gerði 9 stig í leiknum og tók 8 fráköst og þá var hann einnig með eina stoðsendingu og eitt varið skot. Við þennan sigur vænkaðist hagur Furman í Southern Conference riðlinum en Furman er þar í 3. sæti með 5-3 stöðu.