Valskonur komust í dag í 3. sæti Domino´s-deildar kvenna með öruggum sigri á nýliðum Stjörnunnar. Lokatölur að Hlíðarenda voru 74-53 Val í vil.

Karisma Chapman skellti í tröllatvennu með 20 stig og 20 fráköst en auk þess var hún með 6 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Hjá Stjörnunni var Margrét Kara Sturludóttir atkvæðamest með 16 stig og 12 fráköst. 

 

Valskonur tóku strax af skarið og leiddu 22-13 eftir fyrsta leikhluta og létu forystuna ekki af hendi eftir það. Eins og áður segir eru Valskonur nú í 3. sæti deildarinnar með 18 stig en Stjarnan í 6. sæti með sex stig og hafa tapað fimm deildarleikjum í röð. Valskonur á hinn veginn unnu í dag sinn fjórða deildarsigur í röð. 

 

Myndasafn – Tomasz Kolodziejski 

 

Tölfræði leiksins