Það vakti athygli að Tómas Holton er orðinn aðstoðarþjálfari kvennaliðs Vals. Það eru 24 ár síðan Tómas þjálfaði síðast hjá Val. Velkominn heim Tommi.

 

Grindavík byrjaði leikinn betur en lítið var skorað í fyrsta leikhluta. Liðin spiluðu skemmtilegar útgáfur af svæðisvörnum og pressum til skiptis við maður á mann vörn allan leikinn. Valur hafði frumkvæðið en Grindavík var aldrei langt undan. Whitney Michelle Frazier var atkvæðamest gestanna í fyrri hálfleik og skoraði 15 stig. Hjá Val var stigaskorið jafnara, en sex leikmenn í hvoru liði komust á blað í hálfleiknum. Staðan í hálfleik var 34-29.

 

Valur skoraði svo 10 stig gegn tveimur í byrjun þriðja leikhluta og lagði þar með grunninn að sigrinum. Ingibjörg Jakobsdóttir var þó ekki á því að gefast upp og skorði átta stig í röð og minkaði muninn í 4 stig. Dagbjört Dögg tók sig þá til og skoraði sex stig fyrir Val og þar með var trggður 69-55 sigur Vals.

 

Guðbjörg var með stórleik fyrir Val og skoraði 23 stig, þrátt fyrir að snú sig á ökkla og fara af velli um stund í fyrri hálfleik. Karisma Chapman skoraði ekki nema 8 stig að þessu sinni, en tók 15 fráköst og var afar mikilvæg í 3:2 vörn Valskvenna. Hjá Grindavík var Frazier lang best og skoraði 20 stig.

 

Texti: Torfi Magnússon

Myndasafn:  Tomasz Kolodziejski

 

Valur-Grindavík 69-55 (13-10, 21-19, 17-14, 18-12)
Valur: Guðbjörg Sverrisdóttir 23/5 fráköst/8 stoðsendingar, Ragnheiður Benónísdóttir 12/9 fráköst/4 varin skot, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 12, Karisma Chapman 8/15 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8/5 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 4/4 fráköst, Margrét Ósk Einarsdóttir 2, Dagbjört Samúelsdóttir 0, Helga Þórsdóttir 0, Jónína Þórdís Karlssdóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0/4 fráköst.
Grindavík: Whitney Michelle Frazier 20/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 11/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 9/5 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 9, Helga Einarsdóttir 2/11 fráköst, Hrund Skuladóttir 2, Björg Guðrún Einarsdóttir 2/4 fráköst, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Angela Björg Steingrímsdóttir 0, Halla Emilía Garðarsdóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 0

 

Mynd:  Guðbjörg Sverrisdóttir átti frábæran leik fyrir Val í kvöld. (Axel Finnur)