Valsstúlkur sóttu til Keflavíkur tvö mikilvæg stig í baráttunni um úrslitakeppnissæti í kvöld með risa sigri, 52:74.   Valur hóf leikinn strax af krafti og leiddu í hálfleik með 5 stigum.  22 stiga sigur sýnir alls ekki heildarmynd leiksins en Valskonur hinsvegar mjög vel að þessum glæsilega sigri komnar. 

 

Sem fyrr segir voru Valskonur töluvert sterkari á flestum sviðum körfuknattleiks allt frá fyrstu mínútu. Þær spiluðu grimmd og með jákvæðni að vopni þar sem allar stúlkur voru tilbúnar að fórna sér fyrir hvor aðra.  Sterkur varnarleikur gerðu heimastúlkum erfitt fyrir og t.a.m skoruðu Keflavík aðeins 11 stig í fyrsta fjórðung. Það mátti sjá að með hverri mínútu þá jókst á sjálfstraust hjá Valskonum sem sigruðu svo verðskuldað. 

 

Keflavíkurliðið virkaði veikburða og ákveðið spennufall hjá leikmönnum eftir allt það sem gengið hefur á í vikunni hjá liðinu.  Keflavík komst aldrei í raun í takt við þennan leik. Sóknarleikur þeirra var bærilegur og þær virtust vera að skapa sér fín færi á köflum en einfaldlega voru ekki að hitta úr þeim. Melissa Zorning sem hefur séð að miklum hluta til um stigaskorun liðsins átti afleiddan dag og hitti aðeins úr 3 af 17 skotum sínum.  Sverrir Þór Sverrisson sem tók við liðinu í vikunni hefur fengið tvær æfingar með liðinu og augljóslega ekki náð að setja sitt handbragð á liðið. 

 

Með sigrinum jafna Valskonur þar með Keflavík að stigum í deildinni og baráttan um sæti í úrslitakeppninni harðnar enn frekar. 

 

 

 

 

 

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn