Þór Þorlákshöfn og KR munu leika til úrslita í Poweradebikarkeppni karla 2016! Þetta er í fyrsta sinn sem Þór Þorlákshöfn kemst í úrslitaleik bikarkeppninnar. Þór lagði Keflavík í Icelandic Glacial Höllinni í kvöld en KR-ingar sem annað árið í röð leika til bikarúrslita höfðu betur gegn Grindavík í Mustad-höllinni.

Vance Mihcael Hall var í miklum ham í liði Þórs í kvöld en kappinn skilaði 40 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum. 

 

Úrslit undanúrslitanna í kvöld:

 

Grindavík 70-81 KR

Þór Þorlákshöfn 100 – 79 Keflavík 

Þór Þ.-Keflavík 100-79 (22-22, 26-24, 19-23, 33-10)
Þór Þ.:
Vance Michael Hall 40/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 18/6 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 13/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 12/5 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 9/8 fráköst, Emil Karel Einarsson 5/4 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 2/5 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 1, Magnús Breki Þórðason 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.
Keflavík: Magnús Már Traustason 22/8 fráköst, Valur Orri Valsson 18/9 fráköst, Guðmundur Jónsson 14/7 fráköst, Earl Brown Jr. 11/6 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 7, Reggie Dupree 4/5 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 3/5 fráköst, Arnór Ingi Ingvason 0, Andrés Kristleifsson 0, Daði Lár Jónsson 0, Kristján Örn Rúnarsson 0, Ágúst Orrason 0. Dómarar:

Grindavík-KR 70-81 (19-12, 17-26, 15-15, 19-28)  
Grindavík:
Jón Axel Guðmundsson 25/12 fráköst, Þorleifur Ólafsson 17/5 fráköst, Charles Wayne Garcia Jr. 13/11 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 11/8 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 2, Ómar Örn Sævarsson 2/11 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 0, Þorsteinn Finnbogason 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Magnús Már Ellertsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0.
KR: Ægir Þór Steinarsson 20/8 fráköst, Michael Craion 18/11 fráköst, Darri Hilmarsson 12/5 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 10, Helgi Már Magnússon 6/5 fráköst, Björn Kristjánsson 6, Snorri Hrafnkelsson 5, Pavel Ermolinskij 4/9 fráköst, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Ólafur Þorri Sigurjónsson 0, Arnór Hermannsson 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 0.

Nánar síðar…

Mynd/ Davíð Þór Guðlaugsson – Fögnuður Þórsara var ósvikinn í Þorlákshöfn í kvöld.