Snæfell sigraði lið Hattar með minnsta mun eða, 90:89 nú rétt í þessu í háspennuleik í Hólminum. Hattarmenn áttu síðasta skot leiksins þegar Hreinn Gunnar Birgisson lét vaða í þrist en ekki vildi hann niður. Fyrir það hafði Tobin Carberry verið sjóðandi heitur og átti hann augljóslega að taka síðasta skotið en Snæfellingar spiluðu fína vörn á lokasprettinum og lokuðu vel á Carberry sem lenti í vandræðum. 

 

Carberry endaði leik fyrir Hattarmenn með 40 stig en hinumegin var Sherrod Wright með 26 stig fyrir Snæfell. Meira síðar.