Tveir leikir fóru fram í kvöld í Dominosdeild kvenna. Í Keflavík mættust Stjarnan og heimakonur og fór svo að lokum að Keflavík sigraði 53:48 og eins og tölurnar gefa til kynna var sóknarleikurinn ekki í hávegum hafður.  Melissa Zorning skoraði 17 stig fyrir Keflavík en hjá Stjörnunni var Ragna Margrét Brynjarsdóttir með 14 stig og 12 fráköst. 

 

Grindavík rótburstaði svo lið Hamar 79:62  þar sem Grindavík hafði mikla yfirburði í leiknum.  Whitney Frazier skoraði 19 stig fyrir Grindavík á meðan Alexandra Ford setti 24 fyrir gestina.