Heil umferð fór fram í Domino´s-deild kvenna í kvöld þar sem Haukum tókst með sigri á Keflavík að jafna Snæfell að stigum á toppi deildarinnar. Snæfell sat hjá í umferð kvöldsins og því hafa liðin nú leikið jafn marga leiki og eru með jafn mörg stig. Hólmarar eiga þó toppsætið um sinn með betri innbyrðisstöðu gegn Haukum.

Úrslit kvöldsins í Domino´s-deild kvenna:

 

Haukar 89-69 Keflavík 

Hamar 47-83 Valur

Stjarnan 62-81 Grindavík