Breiðablik tók á móti kvennaliði Skallagríms og karlaliði Ármanns í kvöld í Smáranum. Heimakonur töpuðu fyrir liði Skallagríms, 55-60. Í seinni leiknum fóru heimamenn létt með gestina úr Ármanni og sigruðu sinn leik 96-60.

 

Það var nóg að gera í Smáranum í kvöld bæði kvenna- og karlalið Breiðabliks fengu Skallagrím og Ármann í heimsókn. Kvennalið Skallagríms voru taplausar í deildinni fyrir leik kvöldsins en strákarnir í Ármanni með 4 stig nálægt botninum í sinni deild.

 

Kvennaleikurinn var spennuslagur kvöldsins, bæði lið með erlenda leikmenn í sínum röðum og stefnan sett úrvalsdeildina næsta haust. Leikurinn fór jafnt af stað og bæði lið mætt til að sækja stigin tvö. Liðin skiptust á góðum köflum fyrstu tvo leikhlutana og staðan í hálfleik 34-36 gestunum í vil.

Úrslit leiksins réðust í raun í 3. leikhlutanum þegar lið Skallagríms hélt Breiðblik í 8 stigum á móti sínum 15 stigum. Munurinn því orðinn 9 stig fyrir lokaleikhlutann í leik þar sem lítið var skorað. Blikarnir mættu mun ákveðnari en tókst ekki að vinna upp muninn og leiknum lauk því með 5 stiga sigri gestanna, 55-60.

 

Breiðablik-Skallagrímur 55-60 (18-17, 16-19, 8-15, 13-9)

Breiðablik: Latavia Dempsey 18/5 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 14/11 fráköst/5 stolnir, Telma Lind Ásgeirsdóttir 12, Berglind Karen Ingvarsdóttir 8/6 fráköst, Inga Sif Sigfúsdóttir 3, Elín Kara Karlsdóttir 0, Hafrún Erna Haraldsdóttir 0, Kristín Rós Sigurðardóttir 0, Arndís Þóra Þórisdóttir 0, Isabella Ósk Sigurðardóttir 0/10 fráköst, Thelma Rut Sigurðardóttir 0, Aníta Rún Árnadóttir 0. 

Skallagrímur: Erikka Banks 20/24 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 20/13 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 11/4 fráköst, Gunnhildur Lind Hansdóttir 6, Guðrún Ósk Ámundadóttir 3, Sigurbjörg Rós Sigur?ardóttir 0, Melkorka Sól Péturdóttir 0, Arna Hrönn Ámundaóttir 0, Gunnfríður Ólafsdóttir 0, Hanna Þráinsdóttir 0/3 varin skot, Edda Bára Árnadóttir 0. 

 

 

Seinni leikurinn átti aldrei að verða neinn spennuslagur en Ármann gerði vel og mættu heimamönnum af fullum krafti í fyrri hálfleiknum. Zachary Jamarco Warren átti frábæran leik fyrir Blikana og klikkaði varla af skoti í leiknum. Undirrituð auglýsir eftir ökklunum á óheppnum leikmanna Ármanns sem féll í valinn við stefnubreytingu hjá Zach og fékk svo einn risa þrist í kveðjugjöf. Seinni hálfleikur var einstefna í átt að Blikasigri og leikurinn fór að lokum 96-60 fyrir Breiðablik. 

 

Breiðablik-Ármann 96-60 (26-17, 22-21, 26-10, 22-12)

Brei?ablik: Zachary Jamarco Warren 40/5 fráköst, Breki Gylfason 13/7 fráköst, Egill Vignisson 9/8 fráköst, Snjólfur Björnsson 7/7 fráköst/5 stoðsendingar, Halldór Halldórsson 7/6 fráköst, Þröstur Kristinsson 6, Sveinbjörn Jóhannesson 6/6 fráköst, Snorri Vignisson 4, Ragnar Jósef Ragnarsson 2/4 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 2/8 fráköst/5 stoðsendingar, Matthías Örn Karelsson 0, Ásgeir Nikulásson 0. 

Ármann: Guðni Páll Gu?nason 15, Guðni Sumarliðason 9/4 fráköst, Elvar Steinn Traustason 8, Snorri Páll Sigurðsson 7/6 stoðsendingar, Guðjón Hlynur Sigurðarson 5, Magnús Ingi Hjálmarsson 5/5 fráköst, Sigurbjörn Jónsson 4/9 fráköst, Ragnar Már Svanhildarson 3, Tómas  Hermannsson 2, Þorsteinn Hjörleifsson 2, Andrés Kristjánsson 0.