Valsmenn kíktu í Frystikistuna í Hveragerði í kvöld. Hamarsmenn mættu í leikinn án Arnar Sigurðssonar sem verður lengi frá vegna meiðsla. Þó var Páll Helgason mættur aftur á parketið í Hveragerði mönnum til mikilar ánægju.

Valsmenn sem höfðu nýverið sigrað Fjölni byrjuðu mun betur og leiddu eftir fyrsta fjórðung 20-27. Í öðrum leikhluta mætti þó Stálhamarinn Þorsteinn Gunnlaugsson að fullum krafti og skilaði sínum mönnum forystu í leikhléið 41-39. Hann var með 13 stig en í liði Vals voru Jamie og Þorgeir atkvæðamestir með 7 stig hvor. 

 

Í þriðja leikhluta héldu heimamenn áfram að berja stálið og leiddu með 13 stigum 67-54. Þorsteinn Gunnlaugsson fór á kostum í vagg og veltu leik sínum við Odd Ólafsson. 

 

Fjórði leikhlutinn var svo sveiflukenndur þar ssem Valsmenn virtust ætla að ná að gera spennu en Hamarsmenn sigldu þó að lokum sigrinum í hús 98-81. Hjá Hamri var Þorsteinn á eldi með 30 punkta og aragrúa af fráköstum en Samuel Prescott skilað 26 og Kristinn 22. Hjá Val var Jamie með 13 Friðrik 12 og Illugi Steingrímsson með 11

 

Lokatölur: 98-81

 

Hamar

 

Kristinn 22

Samuel 26

Oddur 12

Steini 30

Palli 3

Siggi 5

 

Valur

Jamie 13

B.blöndal 8

leifur 6

Högni 10

illugi b 11

þorgeir 9

Friðrik 12

kormákur 3

dagur 5

Illugi A  4

Staðan í deildinni

Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Fjölnir 10/2 20
2. Þór Ak. 10/3 20
3. Skallagrímur 9/3 18
4. Valur 8/4 16
5. ÍA 7/5 14
6. Hamar 6/6 12
7. Breiðablik 6/6 12
8. KFÍ 3/9 6
9. Ármann 2/10 4
10. Reynir Sandgerði 0/13 0

 

Umfjöllun og mynd/ ÍÖG