Snæfell sigraði Stjörnuna í 14. umferð Dominos deildarinnar með 76 stigum gegn 49 á heimavelli þeirra síðarnefndu, í Ásgarði í Garðabæ. Snæfell því á toppi deildarinnar með 12 sigra og 2 töp, 2 stigum á undan Haukum sem eiga þó leik til góða. Stjarnan sem fyrr 6. sæti deildarinnar með 6 stig, eða 3 sigra og 11 töp.

 

Snæfell sigraði Stjörnuna í 14. umferð Dominos deildarinnar með 76 stigum gegn 49 á heimavelli þeirra síðarnefndu, í Ásgarði í Garðabæ. Snæfell því á toppi deildarinnar með 12 sigra og 2 töp, 2 stigum á undan Haukum sem eiga þó leik til góða. Stjarnan sem fyrr 6. sæti deildarinnar með 6 stig, eða 3 sigra og 11 töp.

 

Síðast þegar að þessi lið áttust við voru úrslitin ekki ósvipuð þessum. 14. nóvember síðastliðinn sigraði Snæfell Stjörnuna í Ásgaði með 83 stigum gegn 64. Í þessum leik mátti þó einhverju um muna fyrir Stjörnuna, sem spilaði án erlends leikmanns í dag. Í leiknum í nóvember nutu þær enn liðsinnis Chelsie Schweers, en hún er nú komin í raðir Hauka.

 

Fyrri hálfleikur þessa leiks var jafn og spennandi. Þar sem, þó að Snæfell hafi verið yfir frá fyrstu mínútu, liðin skiptust á stuttum áhlaupum. Leikmaður Snæfells Haiden Palmer fór einkar vel af stað í fyrsta leikhlutanum, en í honum skoraði hún t.a.m. 11 þeirra 18 stiga sem liðið skoraði. Leikhlutinn endaði með 6 stiga forystu gestanna, 12-18.

 

Í öðrum leikhlutanum hélt þetta áfram, þ.e. að liðin skiptust á að taka litlar skorpur og þó munurinn í hálfleik hafi verið 9 stig (25-34) voru enn blikur á lofti um að Stjarnan gæti í seinni hálfleiknum snúið þessu sér í vil.

 

Atkvæðamest heimamanna í hálfleik var Margrét Kara Sturludóttir með 11 stig og 7 fráköst á meðan að fyrir gestina var það áðurnefnd Haiden Denise Palmer sem dróg vagninn með 15 stigum, 10 fráköstum og 4 stolnum boltum.

 

Snemma í seinni hálfleiknum var þó ljóst hvert úrslit þessa leiks stefndu. Snæfell tók öll völd (báðum megin) á vellinum. Leyfðu aðeins 11 stig í 3. leikhlutanum á meðan að þær skoruðu 21. Munurinn því kominn í 19 stig fyrir lokaleikhlutann, 36-55.

 

Um þetta leyti hætti leikurinn að vera spennandi. Vissulega lagði Stjarnan sig áfram fram, en án framlags sóknarlega frá 7 af 10 leikmönnum liðsins þegar 3. leikhlutinn var rúmlega hálfnaður voru þær að er virtist sprungnar. Snæfell gekk á lagið og jók forystu sína jafnt og þétt meðfram því að leyfa öllum að spila (enginn leikmaður liðsins spilaði undir 6 mínútur í leiknum) Áður en yfir lauk voru þær allar komnar á blað. Leikurinn endaði með 27 stiga sigri gestana úr Stykkishólmi 49-76.

 

Maður leiksins var leikmaður Snæfells, Haiden Denise Palmer, en hún skoraði 26 stig, tók 10 fráköst, stal 6 boltum og gaf 2 stoðsendingar á þeim tæpu 29 mínútum sem hún spilaði.

 

 

Myndasafn

Tölfræði

 

 

Umfjöllun, myndir, viðtöl / Davíð Eldur