Það var sannkallaður stórleikur í Dominosdeild kvenna í Stykkishólmi í kvöld, þar sem Snæfell og Haukar mættust. Liðin frekar afgerandi í deildinni, Haukar með eitt tap á bakinu og Snæfell tvö. Liðin voru því að spila upp á toppsætið í deildinni í þessum leik.

 

Leikurinn byrjaði með látum og voru liðin að þreyfa fyrir hvort öðru í vörninni, það átti eftir að koma á daginn að vörnin var það sem vann leikinn. Það má segja að Snæfell hafi sýnt hvernig á að mæta til leiks varnarlega, varnarvinnan og færslurnar voru framúrskarandi sem gaf þeim hraðarupphlaup og auðveld skot. Þegar um fimm mínútur voru liðnar af leiknum voru Haukakonur settar á hælana. Snæfell breytti stöðunni úr 8 – 8 í 29 – 11 fyrir lok fyrsta leikhluta.  Fjölmargir áhorfendur voru mættir á pallana og tóku vel þátt í leiknum, þetta minnti á úrslitakeppnina.

 

Annar leikhluti spilast á nánast á parinu og eru bæði lið að spila ágætis sókn og vörn. Mikil barátta og læti einkenndi þennan leikhluta sem endað þannig að Snæfell fór með 20 stiga forystu í hálfleikinn.

 

Síðari hálfleikur byrjaði eins og flestir hefðu giskað á, Haukar með nokkuð háa svæðisvörn og létu finna fyrir sér. Boltinn hjá Snæfell gekk ekki nægilega vel og full mikið um drippl á erfiðum tímum. Í stað þess að sækja á Haukavörnina sættu Snæfell sig við erfið skot. Planið hjá Haukum gekk upp að hluta, þær bara náðu of sjaldan að láta stoppin í vörninni telja með körfu. Þegar karfa koma frá Haukum fylgdi lang oftast karfa frá Snæfellsstelpunum.

 

Það tekur á að reyna að elta í 3 leikhluta og virtist vera að Haukakonur væru búnar á því og náðu ekki að gera það áhlaup sem þær vildu, þær komu muninum niður í 11 stig áður en Bryndís Guðmundsdóttir setti þrist þegar flautan gall. Leikurinn endaði með 84 – 70 og verður það að teljast hrikalega sterkur sigur Snæfells á fyrir framan sitt fólk.

 

Saga leiksins var sú að vörnin vann leikinn sem sýnir sig í því að Haukar töpuðu 15 boltum á meðan Snæfell tapaði 6. Haukar vinna frákastabaráttuna en Snæfell tekur 21 fleiri tveggja stiga skot, það gefur betri líkur á sigri að fá fleiri skot en andstæðingurinn, einföld stærðfræði.

 

Frábær leikur sem Hólmarar og landsmenn fengu í kvöld og gaf góð fyrirheit fyrir seinni leik kvöldsins sem byrjaði strax að kvennaleiknum loknum.

 

Texti:GS Mynd: Eyþór Ben

Tölfræði leiksins