Það var fámennt en góðmennt, þegar leikur Skallagríms gegn KR hófst í gærkveldi og telja flestir að því hafi nú verið “strákunum okkar” að kenna vegna leiks gegn Króatíu, enda bættist vel við áhorfendafjölda eftir því sem leið á leikinn.

Bæði lið byrjuðu leikinn sterkt og gáfu lítið eftir varnarlega, Skallagrímsstelpur skorðuð fyrstu stig leiksins og stúkunni og undirrituðum til mikillar gleði var það Gunnhildur Lind Hansdóttir að skora sín fyrstu stig í Fjósinu í langan tíma eftir dvöl í Bandaríkjunum. KR stúlkur með Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttur í broddi fylkingar voru ekki lengi að svara og komust mest í fimm stiga forskot í leikhlutanum sem endaði 17-17. Guðrún Gróa með stórleik í fyrsta leikhluta með 5 stig, 8 fráköst og Skallagrímsstelpur komust hvorki lönd né strönd framhjá feykigóðum varnarleik henna. Virkuðu Skallagrímsstelpur hálftýndar sóknarlega og rekur undirritaður það til færveru Guðrúnar Óskar Ámundadóttur sem hefur verið ein að þeirra bestu leikmönnum það sem af er tímabils, en hún var frá vegna meiðsla og ekki víst með hvenær hún kemur aftur.

Eftir spennandi fyrsta leikhluta hélt gamanið áfram í þeim næsta, mikil barátta og var gaman að fylgjast með konunum kljást í teignum. Áfram var öflugur varnarleikur á báða bóga og lítið um tilþrif í sóknarleik liðanna. Manuel Rodriguez, þjálfari Skallagríms, var orðinn langþreyttur á því sem honum þótti ólöglegur varnarleikur KR kvenna og ræddi það ítrekað við dómara. Darri Atlason reyndi að ná tali af dómurunum, en það var minni stemming hjá dómaraparinu að spjalla við hann. Aftur skoraði Skallagrímur 17 stig í leikhluta en héldu KR í 13 og staðan því í hálfleik 34-30.
Leikurinn búinn að vera jafn og ekki að sjá á liðunum að þar munaði 10 stigum fyrir þennan leik, tek framm að fyrir leikinn voru KR reyndar aðeins búnar að spila átta leiki meðan að Skallagrímur hafði keppt ellefu.
Skallagrímur með einn þrist ofaní í níu tilraunum en það átti eftir að breytast.

Eitthvað sagði Manuel við stelpurnar sínar í hálfleik því það var alltaf að sjá leik þeirra eftir hlé. Skallagrímur skoraði 27 stig gegn tíu stigum gestana og skiptu þar miklu þrjár 3ja stiga körfur á stuttum tíma í seinni part þriðja leikhluta. Stigu þar séstaklega Kristrún Sigurjónsdóttir og Sólrún Sæmundsdóttir, sem kom úr KR til Skallagrím fyrir tímabil, upp og skiluðu miklu fyrir liðið þá sér í lagi sóknarlega. Skallagrímsstelpur voru með 14 fráköst í leikhlutanum gegn aðeins fimm hjá KR og nýttu sóknir sínar vel. Staðan eftir þrjá leikhluta 61 – 40 Skallagrím í vil.

Fjórði leikhluti virkaði á marga eins og formsatriði að mér fannst en alls ekki á KR-inga, þær ætluðu sér ekki að gefast upp og Darri þjálfari hefði líka ekki leyft þeim að komast upp með það ef þær hefðu reynt. Þar kom líka í fyrsta skipti, sem undirritaður horfir á kvennakörfubolta, “Hack a Shaq” villur líkt og oft eru notaðar gegn óheppnari vítaskyttum NBA deildarinnar. Tók KR stelpur uppá því að brjóta á Hönnu Þráinsdóttur leikmanni Skallagríms og senda hana á vítalínuna til að spara tíma og fjölga sínum sóknum. Allt kom fyrir ekki og leikurinn endaði 80 – 60 Skallagrím í hag og tvö dýrmæt stig í sarpinn fyrir þær í baráttunni um laust sæti í efstu deild.

Tölfræði leiks
Skallagrímur
Erikka Banks 27stig/10frá/13 fiskaðar villur/4stolnir, Gunnhildur Lind 15stig/5 frá,
Sólrún 13stig/8stoð/5frá/3stolnir, Kristrún 12stig/9frá/8stoð, Hanna 7stig, Sigurbjörg Rós 6 stig/9frá, aðrar minna.

KR
Guðrúna Gróa 14stig/13frá/5 fiskaðar villur/3 stolna/3 stoð, Perla 13stig, Kristbjörg 12 stig/ 2 stoð/ 1varið skot