Valsarar mættu til Borgarnes með erlendan leikmann sinn, Jamie Stewart í banni og því við búist að á brattann yrði að sækja fyrir þá gegn sjóðheitum Skallagrímsmönnum sem sigrað höfðu 5 af síðustu 6 leikjum sínum. 

 

Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en þau skiptust á að halda forystunni í fyrsta fjórðung en bilið var 2 stig heimamönnum í hag eftir fyrstu 10 mínúturnar.

 

Nær komust Valsarar ekki því slakur sóknarleikur liðsins í 2. fjórðungi kom liðinu 12 stigum undir í hálfleik og þar við sat til loka leiks. Valsarar skutu mikið fyrir utan en oftast án árangurs með 14% nýtingu úr þriggja stiga skotum. Aðra sögu var að segja af heimamönnum sem skutu 9/24 af löngu færi.

 

Með sigrinum náði Skallagrímur að jafna Val að stigum og komast upp fyrir þá á töflunni eftir 10 leiki.

 

Jean Rony Cadet lék á alls oddi með myndarlega þrennu eða 25 stig, 19 fráköst og 11 stoðsendingar. Þar að auki stal hann 3 boltum. Sigtryggur Arnar bætti við 21 stigi.  Hjá Val var fátt um fína drætti en Högni Fjalarsson gerði sitt besta með 20 stig og 5 fráköst. Illugi Auðunsson átti einnig fínan leik með 17 stig og 12 fráköst. 

 

Myndasafn Ómar Örn Ragnarsson

 

Skallagrímur-Valur 92-78 (17-15, 25-15, 25-24, 25-24)
Skallagrímur: Jean Rony Cadet 25/19 fráköst/11 stoðsendingar, Sigtryggur Arnar Björnsson 21/7 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Guðmundsson 17, Hamid Dicko 11, Atli Aðalsteinsson 6/4 fráköst, Davíð Ásgeirsson 5, Hjalti Ásberg Þorleifsson 3, Þorsteinn Þórarinsson 2, Bjarni Guðmann Jónson 2, Kristján Örn Ómarsson 0, Hafþór Ingi Gunnarsson 0/5 stolnir, Kristófer Gíslason 0/4 fráköst. 
Valur: Högni Fjalarsson 20/5 fráköst, Illugi Auðunsson 17/12 fráköst, Þorgeir Kristinn Blöndal 10/4 fráköst, Leifur Steinn Arnason 10/5 stoðsendingar, Illugi Steingrímsson 8/7 fráköst, Benedikt Blöndal 4, Elías Orri Gíslason 3, Sigurður Dagur Sturluson 2/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Rúnar Sigurðsson 2, Friðrik Þjálfi Stefánsson 1, Kormákur Arthursson 1, Hugi Hólm Guðbjörnsson 0.