Kvennalið Canisius tapaði illa fyrir Iona skólanum á útivelli í gærkvöldi 79-56. Canisius stúlkunum gekk illa að skora í þessum leik en Sara Rún Hinriksdóttir setti þó 11 stig af bekknum fyrir liðið sitt og var næst stigahæst þeirra í leiknum. Sara bætti einnig við 5 fráköstum. Margrét Rósa Hálfdanardóttir átti ekki góðan leik en hún endaði með 4 stig og hitti aðeins úr 1 skoti af 5.

 

Kvennalið Marist skólans tapaði fyrir Monmouth skólanum í gærkvöldi en Lovísa Henningsdóttir lék aðeins 2 mínútur af bekknum í þeim leik. Hún náði þó að taka 1 frákast og verja 1 skot á þessum stutta tíma.