Á sunnudaginn og í gærkvöldi var leikið í undanúrslitum í meistaraflokkum karla og kvenna og nú er því ljóst hvaða lið mætast í úrslitaleikjum Poweradebikarsins í ár.

Það verða kvennalið Grindavíkur og Snæfells sem mætast í úrslitaleik kvenna og KR og Þór Þorlákshöfn hjá körlum. 

Leikirnir fara fram laugardaginn 13. febrúar í Laugardalshöllinni og verða báðir leikirnir í beinni á RÚV.

Föstudag og sunnudag verður leikið í úrslitum yngri flokka með sama hætti og var gert á síðasta ári sem tókst vel til og því sannkölluð bikarhelgi framundan í febrúar.

Frétt af www.kki.is