Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum leikmann Tindastóls, Pétur Rúnar Birgisson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

Lið Tindastóls heimsækir Stjörnuna í kvöld kl. 19:15.

 

 

Pétur Rúnar:

"Ég er nú ekki með einhver sérstakan lista sem ég þarf að hlusta á fyrir hvern leik enn þetta eru svona lög sem koma mér í gírinn"

 
Leiðin okkar allra – Hjálmar
Ég meina ef þetta er nógu gott fyrir Gunna Nels þá er það nógu gott fyrir mig.

Sorry – Justin Bieber
Hann er einfaldlega með allt upp um sig í augnablikinu og þetta lag er með þeim betri frá honum

Dansaðu vindur – Eivör
Það er ekki hægt að hlusta á þetta lag án þess að vera að raula það þrem tímum síðar, best að hlusta með nokkrum liðsfélögum og láta alla taka undir.

Headlines – Drake
Hef alltaf hlustað mikið á Drake og þetta er uppáhaldslagið mitt með honum þannig það ratar á listann.

100.000 – Úlfur Úlfur
Það sem ég er nú skagfirðingur verður þetta að fljóta með.

Black skinhead – Kanye West
Þegar maður hlustar á þetta verður maður peppaður í hvað sem er.

 

 

 

 

Áður höfðum við fengið lista frá:

Magnúsi Þór Gunnarssyni

Oddi Péturssyni

Baldri Þór Ragnarssyni

Ómari Erni Sævarssyni

Brynjari Þór Björnssyni

Ágústi Orrasyni

Bryndísi Hreinsdóttur

Bergþóru Holton

Ingva Rafn Ingvarssyni

Stefáni Karel Torfasyni

Eysteini Bjarna Ævarssyni

Sveinbirni Claessen

Emil Barja

Hlyni Hreinssyni

Ægi Þór Steinarssyni

Ragnari Nathanaelssyni

Kjartani Atla Kjartanssyni

Vali Orra Valssyni

Lovísu Björt Henningsdóttur