„Vörnin heilt yfir var mjög góð í þessum leik,“ sagði Pavel Ermolinski leikmaður KR í viðtali við Karfan TV eftir sigur KR í Þorlákshöfn í kvöld. Pavel fannst þó eitthvað vanta í sóknarleik þeirra KR-inga og kallaði það jákvætt vandamál að sóknin væri að hiksta en vörnin betri.