Hjörtur Sigurður Ragnarsson sjúkraþjálfari Þórs í Þorláskhöfn þurfti að vera uppi á táberginu í gær þegar Þór og Keflavík áttust við í undanúrslitum Poweradebikarsins. 

Hjörtur kippti Grétari Inga Erlendssyni í lið eftir að hann hafði farið úr lið á fingri og þá mátti hann hlúa að Vance Michael Hall sem líkast til er nefbrotinn eftir högg sem hann hlaut í leiknum. Vance lét það ekki aftra sér, fór ekki af velli heldur hélt strax í næstu sókn og tróð með látum eins og sést á myndbandinu hér að neðan.

Sjá myndbandið þegar Vance fær högg á nefið og treður skömmu síðar

Grétari kippt í liðinn – sést ekki ýkja vel en hann gengur til þarna í lokin þegar fingurinn smellur aftur saman.

 

Mynd/ Davíð Þór