Fyrrum NBA leikmaðurinn Jason Maxiell leikur þessi dægrin í Kína með Tianjin Ronggang en hann komst á skrið á dögunum í leik með Tianjin þegar leikmaður úr liði andstæðinganna var með heldur ódýra framkomu í hans garð. Í fljótu bragði má segja að þessi jaxl hafi séð rautt og tekið upp smá nautaat fyrir vikið því sá er gerði á hlut hans mátti forða sér! Af öllum mönnum og það úr liði andstæðinganna var það svo Michael Beasley sem sá að endingu um að róa Maxiell niður. 


Maxiell lék með Detroit Pistons frá 2005-2013 og þaðan fór hann til Orlando og Charlotte síðar en er nú á mála hjá kínversku úrvalsdeildarliði.