12 stig og 8 stoðsendingar frá Martin Hermannssyni komu ekki í veg fyrir tap LIU Brooklyn í nótt gegn liði Fairleigh Dickinson háskólanum. Endaði leikurinn 101:95 fyrir Fairleigh Dickinson eftir að LIU Brooklyn hafði leitt í hálfleik 51:39. 

 

St Francis Brooklyn spilaði gegn Wagner háskólanum og töpuðu stórt á heimavelli sínum Pope Center. Lokastaða leiksins 83:59 þar sem að Dagur Kár Jónsson spilaði 11 mínútur og skoraði 2 stig og sendi 2 stoðsendingar. Gunnar Ólafsson spilaði ekki með í nótt. 

 

Hildur Kjartansdóttir í Texas Rio Grande var hinsvegar í sigurliði þegar lið hennar sigraði CSU Bakersfield í nótt, 46:60.  Hildur spilaði 40 mínútur í leiknum og skoraði 16 stig og tók 6 fráköst.