Haukar komust í gær aftur á sigurbraut í Domino´s-deild karla og það var ekki síst fyrir tilstilli Kára Jónssonar. Haukar lögðu Tindastól 79-76 í spennuslag í Schenkerhöllinni og komust fyrir vikið í 6. sæti deildarinnar með 16 stig.

Kári skoraði 20 stig fyrir Hauka, var með 4 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og stal 3 boltum. Kári er Lykil-maður fimmtándu umferðar í Domino´s-deild karla.