Síðustu þrír leikir 13. umferðar Domino's deildar karla fara fram í kvöld. Haukar vilja vafalítið sýna toppliði Keflavíkur hvað í þeim býr þegar hraðlestin brunar inn í Hafnarfjörð. KR-ingar mæta líklegast dýrvitlausir í Þorlákshöfn eftir tapið gegn Stjörnunni í síðustu viku. Þar taka Þórsarar á móti þeim. Stjarnan tekur hins vegar vígreif á móti Tindastóli í Ásgarði þar sem Stólarnir freistast til að mjaka sér ofar í töfluna.  Allir leikir hefjast kl. 19:15.

 

Í 1. deild karla mætast Hamar og Fjölnir í Hveragerði og Skallagrímur tekur á móti Val. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.

 

Í Smáranum verður tvíhöfði þar sem karla og kvennalið Breiðabliks leika í 1. deildunum, konurnar kl. 18:00 gegn Skallagrími og karlarnir kl. 20:00 gegn Ármanni.

Leikir dagsins

15-01-2016 18:00 1. deild kvenna Breiðablik   Skallagrímur Smárinn
15-01-2016 19:15 Úrvalsdeild karla Haukar   Keflavík Schenkerhöllin
15-01-2016 19:15 Úrvalsdeild karla Þór Þ.   KR Icelandic Glacial höllin
15-01-2016 19:15 Úrvalsdeild karla Stjarnan   Tindastóll Ásgarður
15-01-2016 19:15 1. deild karla Hamar   Fjölnir Hveragerði
15-01-2016 19:15 1. deild karla Skallagrímur   Valur Borgarnes
15-01-2016 20:00 1. deild karla Breiðablik   Ármann Smárinn
15-01-2016 20:00 3. deild karla Grundarfjörður   Patrekur Grundarfjörður
15-01-2016 20:00 10. flokkur stúlkna bikarkeppni Grindavík 10. fl. st.   Njarðvík 10. fl. st. Mustad höllin