Einn leikur fer fram í 1. deild kvenna í dag en þá mætir topplið Skallagríms í heimsókn í Ljónagryfjuna kl. 19:15. Skallagrímur hefur unnið alla 13 deildarleiki sína til þessa en Njarðvíkingar eru í 4. sæti deildarinnar með 5 sigra og 5 tapleiki.

Þá er nóg við að vera í yngri flokkunum í dag en í Kópavogi fer Póstmót Breiðabliks fram. Fjölliðamót eru í 8. flokki um helgina en alla leiki dagsins má sjá hér.