Þrír leikir fara fram í Domino's deild kvenna í kvöld. Haukar taka á móti Stjörnunni á Ásvöllum og mun þá nýjasti liðsmaður Hauka, Chelsie Schweers mæta sínum gömlu félögum. Keflvíkingar, með nýjan þjálfara í brúnni, mæta Val í TM höllinni. Að lokum heldur botnlið Hamars til Stykkishólms og mætir þar toppliði Snæfells.

 

Allir leikir hefjast kl. 19:15.