Furman sigraði Western Carolina í bandaríska háskólaboltanum í gærkvöldi, 60-62. Kristófer Acox skoraði 12 stig og tók 5 fráköst auk þess að hamra niður ansi myndarlegri troðslu eins og sést í myndbandinu hér að neðan.

 

 

 

Kvennalið Canisius sigraði Niagara University 68-66 í framlengdum leik. Margrét Rósa setti niður 19 stig og var næststigahæst auk þess að taka 3 fráköst og skjóta 5/8 í þristum. Magnaður leikmaður. Sara Rún lék ekki með í þessum leik.

 

Karlalið Marist háskólans tapaði naumlega fyrir Niagara 69-66. Kristinn Pálsson skoraði 7 stig og tók 3 fráköst.

 

Kvennalið Marist rótburstaði Siena 37-66. Lovísa Henningsdóttir setti niður 4 stig, tók 3 fráköst og varði 1 skot á 13 mínútum.

 

St. Francis féll í valinn fyrir Wagner 61-64. Dagur Kár skoraði 3 stig og tók 2 fráköst en Gunnar Ólafsson var stigalaus á 11 mínútum í leiknum.