San Antonio Spurs voru fljótir að jafna sig eftir skellinn gegn Golden State Warriors á dögunum því liðið Tók Houston Rockets í svipaða meðferð og þeir fengu gegn Curry og félögum. Þessi nágrannarimma í Texas hefði mátt vera meira spennandi en öruggur 130-99 sigur Spurs varð niðurstaðan og skyldi engan undra því tapið gegn GSW var það versta hjá Spurs í þrjú ár.

LaMarcus Aldridge var atkvæðamestur í liði Spurs með 25 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar en þeir Kawhi Leonard og Danny Green voru svo báðir með 18 stig. James Harden fór fyrir Houston með 20 stig og 3 fráköst. 

Þá fóru Oklahoma City Thunder og Minnesota Timberwolves í hörkuslag þar sem Oklahoma komst á braut með 126-123 sigri. Kevin Durant átti góðan leik með 27 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar hjá OKC og annað kvöldið í röð var Russell Westbrook að daðra við þrennuna með 25 stig, 15 stoðsendingar og 8 fráköst. 

Klay Thompson snögghitnaði gegn Dallas þegar Golden State vann sinn 42. leik á tímabilinu. Lokatölur 127-107. Klay Thompson var með 45 stig og 5 fráköst í liði Warriors og þar af 7-12 í þristum. Chandler Parsons gerði 23 stig hjá Dallas en Dirk Nowitzki fékk hvíld í leiknum, var á skýrslu en kom ekki við sögu. 

Klay Thompson í ham gegn Dallas

Öll úrslit næturinnar 
 

FINAL

 

PHX

93

CLE

115

1 2 3 4 T
26 24 21 22 93
 
 
 
 
 
23 32 32 28 115
 

HIGHLIGHTS

       

 

FINAL

 

DEN

103

BOS

111

1 2 3 4 T
21 24 26 32 103