Shaquille O´Neal fékk heldur betur óvænt tíðindi þegar hann var gestur í kvöldþætti Jimmy Kimmel vestanhafs. Kimmel „skúbbaði“ því að Shaq kæmist í fámennan en góðmennan hóp utan við Staples Center þar sem stytta yrði sett upp af kappanum.

Shaq kallinn ætlaði ekki að trúa þessu í fyrstu en þeir sem þegar hafa fengið styttur reistar af sér utan við Staples Center eru Magic Johnson, Kareem Abdul-Jabbar, Jerry West og Chick Hearn.

Shaq vann þrjá titla með Lakers, einu sinni valinn besti leikmaður deildarinnar og í þrígang besti leikmaður úrslitanna er sjöundi stigahæsti leikmaður félagsins, fimmti frákastahæsti og annar í vörðum skotum.

Sjá Kimmel upplýsa Shaq um hvað sé í vændum